Allir sex fangaklefar lögreglunnar á Suðurnesjum er nú yfirfullir af útlendingum á leið vestur til Kanada með fölsuð vegabréf, að því er segir á vef Víkurfrétta. Þar kemur fram að flugvélar sem millilenda á Íslandi á leið sinni til Kanada eru nánast án undantekninga með ferðalanga sem villa á sér heimildir.