Hægt að draga úr fölskum neyðarsendingum

Cospas-Sarsat-gervihnattakerfið hættir að vinna úr merkjum neyðarsenda á 121,5/243 MHz frá 1. febrúar 2009. Allir eigendur og notendur neyðarsenda ættu að byrja að undirbúa að skipta út neyðarsendum á 121,5/243 MHz og setja í staðinn 406 MHz neyðarsenda eins fljótt og auðið er, segir í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Aðeins ein af 50 neyðarsendingum á 121,5/243 MHz er raunverulegt neyðartilvik. Þetta hefur í för með sér veruleg áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva. Hægt er að draga verulega úr fölskum neyðarsendingum með notkun 406 MHz neyðarsendanna, en 1 af 17 reynast raunveruleg,

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert