Jarðboranir bora 50 holur fyrir OR

Gufustrókar líða upp af Hengissvæðinu.
Gufustrókar líða upp af Hengissvæðinu. mbl.is/G. Rúnar

Skrifað var í dag undir samning milli Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana um jarðhitaboranir á Hengilssvæðinu. Að sögn OR er um að ræða stærsta samning sinnar tegundar á Íslandi og stærsta útboð Orkuveitunnar á jarðhitaframkvæmdum til þessa.

Verkefnið, sem boðið var út á Evrópska efnahagssvæðinu, tekur til borunar á 50 holum á Hengilssvæði, en þar af eru 35 háhitaholur og 15 niðurrennslisholur.

Jarðboranir buðu 13,4 milljarða í verkið sem nam um 90% af kostnaðaráætlun en kostnaðaráætlun ráðgjafa OR nam 14,6 milljörðum króna. 20 háhitaholur og 12 niðurrennslisholur verða boraðar á árunum 2009 og 2010. Það sem út af stendur í samningnum verður tímasett síðar, samkvæmt ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert