Ríki og ferðaþjónusta taka höndum saman

„Okk­ur þótti rétt, í til­efni af þess­ari sýn­ingu, að til­kynna það að ferðaþjón­ust­an og rík­is­stjórn­in hafa tekið hönd­um sam­an um að verja sam­eig­in­lega að minnsta kosti 100 millj­ón­um króna í sam­eig­in­legt átak til þess að reyna að fá fleiri út­lend­inga til að velja Ísland sem áfangastað núna í vet­ur,“ sagði Össur Skarp­héðins­son, iðnaðar og ferðamálaráðherra, á ferðakaupstefn­unni Vestn­or­d­en sem nú er hald­in í Voda­fo­ne-höll­inni að Hlíðar­enda.

Össur sagði jafn­framt að al­kunna væri að blik­ur væru á lofti í efna­hags­mál­um heims­ins og ákveðinn kvíði væri í ferðaþjón­ust­unni.

„Hún hef­ur gengið vel og er ákaf­lega mik­il­væg fyr­ir okk­ur en full­trú­ar henn­ar hafa tjáð mér sem ferðamálaráðherra að þeir  beri mik­inn kvíðboga fyr­ir vetr­in­um. Þess vegna hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að verja úr sín­um sjóðum 50 millj­ón­um króna og ferðaþjón­ust­an kem­ur á móti með að minnsta kosti sömu upp­hæð. Þetta fer allt sam­an í það að kynna Ísland á helstu markaðssvæðum okk­ar; á Bret­lands­eyj­um, á Norður­lönd­un­um, í Evr­ópu ann­ars staðar og, að sjálf­sögðu, í Banda­ríkj­un­um,“ sagði Össur og bætti við að mikl­ar vænt­ing­ar væru gerðar til sam­starfs­ins.

Ferðamála­stjóri hef­ur séð um út­færslu sam­starfs­ins og Össur þakkaði hon­um og þeim sem við ferðaþjón­ustu starfa gríðargott sam­starf.

„Þetta sýn­ir það að rík­is­stjórn­in hef­ur hlustað á at­vinnu­grein­ina og hún er líka með þessu hand­taki og liðsinni að sýna það að hún mein­ar það sem hún seg­ir þegar hún hef­ur lýst því yfir að hún ætl­ar sér að styrkja stoðir ferðaþjón­ust­unn­ar. Þetta er ein­ung­is eitt skref. Ég vona að ferðaþjón­ust­an sjái að þó að hart sé í ári núna að þegar næsta fjár­laga­frum­varp lít­ur dags­ins ljós eft­ir nokkr­ar vik­ur að rík­is­stjórn­in stend­ur við það sem hún seg­ir,“ sagði Össur.

Um 560 þátt­tak­end­ur taka nú þátt í Vestn­or­d­en-ferðakaupstefn­unni, sem er sú 23. í röðinni. Ferðamála­yf­ir­völd á Íslandi, Græn­landi og Fær­eyj­um hafa staðið fyr­ir kaup­stefn­unni ár­lega í rúma tvo ára­tugi. Ferðamála­sam­stök Norður-Atlants­hafs­ins (NATA) sem stofnuð voru af lönd­un­um þrem­ur í árs­byrj­un 2007 og tóku þá m.a. við starf­semi Vestn­or­ræna ferðamálaráðsins. Vestn­or­d­en er hald­in til skipt­is í Græn­landi, Fær­eyj­um og á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert