Snarpur jarðskjálfti

Stjarnan sýnir hvar upptök skjálftans voru. Myndin er tekin af …
Stjarnan sýnir hvar upptök skjálftans voru. Myndin er tekin af vef Veðurstofunnar.

Snarp­ur jarðskjálfti varð um klukk­an 7:25 og fannst hann vel á höfuðborg­ar­svæðinu. Upp­tök hans voru á 3,9 km dýpi um 7 km vest­ur af Kleif­ar­vatni á Reykja­nesi. Sam­kvæmt fyrstu mæl­ing­um var hann 3,6 stig á Richter.

Á korti Veður­stof­unn­ar má sjá staðsetn­ingu og styrk skjálft­ans. Hann fannst vel á Reykja­nesi og í miðborg Reykja­vík­ur var hann eins og stutt högg.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni laust eft­ir klukk­an átta í morg­un seg­ir, að skjálft­ar af þess­ari stærð mæl­ist af og til á þessu svæði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert