Snarpur jarðskjálfti

Stjarnan sýnir hvar upptök skjálftans voru. Myndin er tekin af …
Stjarnan sýnir hvar upptök skjálftans voru. Myndin er tekin af vef Veðurstofunnar.

Snarpur jarðskjálfti varð um klukkan 7:25 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru á 3,9 km dýpi um 7 km vestur af Kleifarvatni á Reykjanesi. Samkvæmt fyrstu mælingum var hann 3,6 stig á Richter.

Á korti Veðurstofunnar má sjá staðsetningu og styrk skjálftans. Hann fannst vel á Reykjanesi og í miðborg Reykjavíkur var hann eins og stutt högg.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni laust eftir klukkan átta í morgun segir, að skjálftar af þessari stærð mælist af og til á þessu svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert