Verkfalli aflýst

Verkfalli aflýst í bili
Verkfalli aflýst í bili Kristinn Ingvarsson

„Við mun­um tala fyr­ir þess­ari til­lögu við fé­lags­menn, svo er það í hönd­um þeirra að meta það,“ seg­ir Guðlaug Ein­ars­dótt­ir, formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands (LMFÍ). Ásmund­ur Stef­áns­son rík­is­sátta­semj­ari hef­ur lagt fram miðlun­ar­til­lögu þar sem lausn á kjara­deildu ljós­mæðra var ekki í sjón­máli.

Ekki má upp­lýsa um inni­hald miðlun­ar­til­lög­unn­ar en Guðlaug seg­ir að LMFÍ hafa ákveðið að af­lýsa þriggja sól­ar­hringa verk­falli sem átti að hefjast á miðnætti og fresta meðferð fé­lags­dóms­máls um lög­mæti upp­sagna ljós­mæðra. „Ef miðlun­ar­til­lag­an verður samþykkt falla niður boðuð verk­föll,“ seg­ir Guðlaug.

Ra­f­ræn­ar kosn­ing­ar fyr­ir fé­lags­menn LMFÍ hefjast á há­degi á morg­un og lýk­ur á há­degi á föstu­dag. 

„Í mín­um huga er þetta al­gert neyðarúr­ræði,“ seg­ir Ásmund­ur Stef­áns­son rík­is­sátta­semj­ari. Ekki sé al­gengt að leggja fram miðlun­ar­til­lögu en það sé gert þegar nauðsyn sé tal­in bera til. Aðeins einu sinni áður hef­ur Ásmund­ur á fimm ára ferli sín­um sem rík­is­sátta­semj­ari lagt fram slíka til­lögu.

Nú munu báðir samn­ingsaðilar draga sig í hlé en Ásmund­ur seg­ir að gert sé ráð fyr­ir að þeir skili niður­stöðum sín­um til hans á há­degi á föstu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert