Íslenskir víkingar í víkingafélaginu Einherja hafa tekið upp hanskann fyrir hinn fræga útlaga og kappa Gretti Ásmundarson og róa nú að því öllum árum að fá bæði Noregskonung og hið háa alþingi Íslendinga til að náða Gretti.
Nútíma víkingar gera ekki mikið af því að ræna og rupla en gera út á það skemmtigildi sem sviðsettir bardagar þeirra hafa fyrir ferðamenn og aðra á skemmtunum og samkomum.
Þó að deila megi um sagnfræðilegan áreiðanleika Grettissögu þá getur ekki sakað að gera arfleið okkar hátt undir höfði og minna á upprunann og styrkja tengslin við Noreg með heimsókn vasklegra drengja til konungshallarinnar.