Í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði meðal fasteignakaupenda nýlega kom í ljós að 91,2% eru jákvæðir gagnvart Íbúðalánasjóði. Aðeins 2,2% eru neikvæðir.
Fram kemur í frétt frá Íbúðalánasjóði, að jákvæðni í garð sjóðsins hafi aukist jafnt og þétt sl. ár. 92,1 prósent telja að hann eigi að starfa áfram í óbreyttri mynd. 56,7% telja að ríkið eigi að styrkja eignalítið og tekjulágt fólk við húsnæðiskaup.