Átak í vistakstri

Geir H. Haarde forsætisráðherra mun í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni dagana 16.-22. september hleypa af stokkunum vistakstursátaki á vegum Landverndar á morgun.

Gerður hefur verið samningur milli ríkisstjórnar Íslands, Toyota á Íslandi og VÍS við Landvernd um að fyrrnefndir aðilar taki að sér að vera bakhjarlar verkefnisins. 

Um þessar mundir eru aðildarfélög Vistverndar í verki (Global Action Plan for the Earth) víðsvegar um Evrópu hleypa af stokkunum námskeiðum í vistakstri.

Átaki í vistakstri verður þannig háttað að umhverfissamtök víðsvegar um Evrópu munu bjóða upp á námskeið í vistsakstri og fer kennsla fram með hjálp sérhannaðra ökuherma.

Vistaksturshermunum má líkja við leikjatölvur sem forritaðar eru með mismunandi akstursleiðum. Á námskeiðunum æfa ökumenn sig í að aka þessar leiðir á sparneytin hátt, en markmiðið með verkefninu er að kenna ökumönnum að nýta betur eldsneyti og vernda um leið umhverfið og spara peninga með hjálp nýstárlegrar aksturstækni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert