Geir H. Haarde forsætisráðherra mun í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni dagana 16.-22. september hleypa af stokkunum vistakstursátaki á vegum Landverndar á morgun.
Gerður hefur verið samningur milli ríkisstjórnar Íslands, Toyota á Íslandi og VÍS við Landvernd um að fyrrnefndir aðilar taki að sér að vera bakhjarlar verkefnisins.
Um þessar mundir eru aðildarfélög Vistverndar í verki (Global Action Plan for the Earth) víðsvegar um Evrópu hleypa af stokkunum námskeiðum í vistakstri.
Átaki í vistakstri verður þannig háttað að umhverfissamtök víðsvegar um Evrópu munu bjóða upp á námskeið í vistsakstri og fer kennsla fram með hjálp sérhannaðra ökuherma.
Vistaksturshermunum má líkja við leikjatölvur sem forritaðar eru með mismunandi akstursleiðum. Á námskeiðunum æfa ökumenn sig í að aka þessar leiðir á sparneytin hátt, en markmiðið með verkefninu er að kenna ökumönnum að nýta betur eldsneyti og vernda um leið umhverfið og spara peninga með hjálp nýstárlegrar aksturstækni.