Framleiðslan eykst um 40 þúsund tonn í Straumsvík

mbl.is/Ómar

Framleiðsla álversins í Straumsvík mun aukast um 40 þúsund tonn á ári vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins. Framkvæmdirnar, sem gert er ráð fyrir að hefjist á næsta ári, verða innan byggingarreits samkvæmt deiliskipulagi.

„Stækka á aðveitustöðina þar sem rafmagnið kemur inn í austur og norður auk þess sem einhverjar breytingar verða gerðar milli kerskála. Áhugaverðast fyrir okkur er endurnýjun þurrhreinsibúnaðarins,“ segir Gísli Ó. Valdimarsson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar sem fjallaði um erindi Alcan um stækkunina í síðustu viku.

Í stað 30 m hárra strompa verða settir strompar sem eru 41 m að hæð. „Við lítum svo á að útblásturinn minnki og það er fagnaðarefni,“ segir Gísli.

Fyrirtækinu til skammar

„Auðvitað eru menn ekki í aðstöðu til þess að fetta fingur út í að menn auki framleiðsluna að öðru leyti en því að fyrirtækið fékk skilaboð í lýðræðislegum kosningum um að íbúarnir vildu ekki þessa stækkun sem stóð til,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert