Heimasíða um jafnréttisfræðslu

Friðrik Tryggvason

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, opnaði í dag heimasíðu þróunarverkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum, www.jafnrettiiskolum.is. Heimasíðunni er ætlað að vera aðgengilegur gagnabanki fyrir kennara, nemendur, námsráðgjafa, foreldra og alla þá sem vilja fræðast og fræða um jafnrétti í námi og starfi, að því er segir í tilkynningu.

Verkefnið er hugsað til eins árs og er tvíþætt. Annars vegar er það heimasíðan, þar sem upplýsingar um jafnréttisfræðslu verða aðgengilegar, auk upplýsinga um verkefni sem nota má í skólastarfi. Hins vegar sinna fimm leikskólar og fimm grunnskólar tilraunaverkefnum á sviði jafnréttismála og verður heimasíðan notuð til kynningar á þeim.

Á síðunni verður hægt að fylgjast með hvernig verkefnin ganga, læra af þeim og koma með ábendingar. Vorið 2009, þegar tilraunaverkefnunum lýkur, verður væntanlega til aukin reynsla og fyrirmyndir að verkefnum sem nýst geta til jafnréttisfræðslu í skólum landsins, segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert