Heimilt að skjóta sel en ekki án samþykkis lögreglu

Þessi selur tengist ekki fréttinni enda hélt hann sig fjarri …
Þessi selur tengist ekki fréttinni enda hélt hann sig fjarri mannabyggð. mbl.is/RAX

Meðlim­ur í Veiðifé­lagi Fjarðarár skaut í gær­dag sel í ánni og var at­vikið til­kynnt til lög­reglu. „Þó að það sé heim­ilt að skjóta sel í sil­ungs- og laxveiðiám sam­kvæmt lög­um um lax- og sil­ungsveiði frá 2006 þarf samþykki lög­reglu þegar aðgerðin fer fram í þétt­býli," sagði Ólaf­ur Sig­urðsson bæj­ar­stjóri á Seyðis­firði.

Ólaf­ur seg­ir að það hafi ekki tíðkast að skjóta sel á þess­um stað ein­fald­lega vegna þess að sel­ur­inn hef­ur ekki gengið upp í ánna á þeim tíma sem enn er sil­ung­ur í ánni.

Vopna­b­urður bannaður í þétt­býli

„All­ur vopna­b­urður inn­an þétt­býl­is­ins er auðvitað bannaður, það er skýrt í lög­reglu­samþykkt. Menn þurfa að fá leyfi lög­reglu og fylgd lög­reglu í aðgerðina," sagði Ólaf­ur að lok­um.

Lár­us Bjarna­son Sýslumaður tók und­ir orð Ólafs og ít­rekaði að málið væri í rann­sókn. „Ég á eft­ir að skoða málið bet­ur, til dæm­is hvar þetta gerðist og hvað vitni heyrðu eða sáu og hvort ein­hver hætta hafi verið á ferðum. Þannig að það er ým­is­legt sem þarf að rann­saka í þessu," sagði Lár­us.

Mál­inu ekki lokið

Lár­us sagði að þetta væri al­var­legt mál og að það þyrfti að sjá til þess að þetta gerðist ekki aft­ur. Lár­us sagði jafn­framt að skot­menn­irn­ir hafi hugs­an­lega vitað af heim­ild­inni til að skjóta sel í veiðiám en bætti því við að maður sem hef­ur skot­vopna­leyfi eigi jafn­framt að þekkja vopna­lög­in.

Málið er í rann­sókn hjá lög­regl­unni á Eg­ils­stöðum.

Ekki gert af ill­um vilja

Magnús Jónas­son er í stjórn Veiðifé­lags Fjarðará og seg­ist hann vera sam­mála þeirri gagn­rýni sem fram hafi komið og tek­ur und­ir að þó að menn séu í full­um rétti til að skjóta sel­inn þá hefði átt að láta vita af því.

„Þetta var ekki gert af ill­um vilja, menn­irn­ir voru að vinna verk sem þeir voru beðnir um og vissu ekki bet­ur en að það væri allt í lagi," sagði Magnús.

Þessa mynd tók Magnús Jónsson stjórnarmaður Veiðifélagsins af sel í …
Þessa mynd tók Magnús Jóns­son stjórn­ar­maður Veiðifé­lags­ins af sel í Fjarðará út um glugg­ann á húsi sínu sl. vet­ur. mbl.is/​Magnús Jóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert