Hátt í hundrað manns að störfum

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Um 70 björg­un­ar­sveit­ar­menn frá höfuðborg­ar­svæðinu voru við vinnu meðan óveðrið gekk yfir í nótt og sinntu þeir á fimmta tug aðstoðarbeiðna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. 

Allt inn­an­lands­flug ligg­ur niðri sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Flug­fé­lagi Íslands.

Mest um fok á laus­um mun­um, þak­plöt­um og vinnupöll­um og dreifðust út­köll­in nokkuð jafnt um svæðið.  Á Suður­nesj­um fauk líka ým­is­legt laus­legt í nótt og voru um 15 manns frá björg­un­ar­sveit­um í að sinna þeim verk­efn­um sem þar bár­ust. M.a. var fjar­lægður gám­ur af Hafn­ar­göt­unni og bíll fauk út í skurð.

Einnig sinntu björg­un­ar­sveit­ir verk­efn­um í Borg­ar­nesi, á Eyr­ar­bakka, og á Hell­is­sandi. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Lands­bjarg­ar að einn maður hafi mætt með vanda­mál sitt í Gróu­búð, hús­næði björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ársæls á Granda. Flaut­an á bíl hans hafi farið í gang um klukk­an eitt í nótt og hann ekki getað stöðvað hana. Ekki var mik­il ánægja með þetta hjá ná­grönn­um manns­ins og greip hann því á það ráð að aka bíln­um þangað sem hjálp var að fá en björg­un­ar­sveit­ar­menn kipptu ör­yggi úr bíln­um sem stöðvaði hávaðann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert