Miklar vegaskemmdir

Stórt skarð er í veginum í botni Patreksfjarðar.
Stórt skarð er í veginum í botni Patreksfjarðar. mynd/Halldór Þórðarson

Miklar vegaskemmdir urðu á Vestfjörðum í óveðrinu, sem gekk þar yfir í nótt. Stór skriða féll á veginn, sem liggur inn í Örlygshöfn á Patreksfirði og er hann ófær. Þá rann úr veginum í botni Patreksfjarðar og komast flutningabílar þar ekki um. 

Að sögn Eiðs Thoroddsen, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum, er verið að flytja vinnuvélar til Patreksfjarðar en í morgun hafa vegagerðarmenn verið að gera við skemmdir á veginum í Arnarfirði og brú á Fossfirði. Vegirnir um Þorskafjarðarheiði og Dynjandisheiði eru einnig lokaðir.

Eiður sagði ljóst, að það taki einhverja daga að koma veginum í botni Patreksfjarðar í samt lag. Litlir bílar komast um veginn en ekki flutningabílar en Eiður sagði að vonir stæðu til þess að flutningabílar kæmust í kvöld í ferjuna Baldur.

Skriðan sem féll á Örlygshafnarveg er afar stór og sagði Eiður ljóst að langan tíma taki að hreinsa veginn. Vonast væri til að hægt yrði að búa til jeppaslóð yfir skriðuna síðdegis.  

Skriðan sem féll á Örygshafnarveg er engin smásmíði.
Skriðan sem féll á Örygshafnarveg er engin smásmíði. mynd/Halldór Þórðarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert