Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Austurlandi hafa í morgun sinnt nokkrum aðstoðarbeiðnum vegna veðurs sem gengið hefur yfir landið.
Súlur – Björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út í nótt og leysti fimm verkefni í bænum.
Björgunarsveitin Garðar frá Húsavík var kölluð að Héðinshöfða á Tjörnesi þar sem þakplötur fuku af húsi.
Björgunarsveitin Stefán á Mývatni fór að Reykjahlíð þar sem þakplötur fuku af hlöðu.
Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hindruðu för garðkofa sem var við það að fjúka auk þess sem liðsmenn sveitarinnar festu þakplötur sem höfðu losnað af húsi í bænum, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.