Nokkur óveðursútköll í morgun

Tvo fimm metra há reynitré í Furugrund í Kópavogi liggja …
Tvo fimm metra há reynitré í Furugrund í Kópavogi liggja óvíg eftir óveðrið í nótt mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Austurlandi hafa í morgun sinnt nokkrum aðstoðarbeiðnum vegna veðurs sem gengið hefur yfir landið. 

Súlur – Björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út í nótt og leysti fimm verkefni í bænum.  
 
Björgunarsveitin Garðar frá Húsavík var kölluð að Héðinshöfða á Tjörnesi þar sem þakplötur fuku af húsi.
 
Björgunarsveitin Stefán á Mývatni fór að Reykjahlíð þar sem þakplötur fuku af hlöðu.
 
Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hindruðu för garðkofa sem var við það að fjúka auk þess sem liðsmenn sveitarinnar festu þakplötur sem höfðu losnað af  húsi í bænum, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Á Akureyri fengu þessi tré einnig að finna fyrir því …
Á Akureyri fengu þessi tré einnig að finna fyrir því í nótt. mynd/Daníel Sigurður Eðvaldsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert