Sigríður Anna Þórðardóttir afhenti í vikunni Michaëlle Jean landstjóra Kanada trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada. Sigríður Anna er fyrsta konan til að gegna embætti sendiherra í Kanada frá því að sendiráð var stofnað þar árið 2001.
Í umdæmi sendiráðsins eru auk Kanada eftirtalin ríki: Belís, Bólivía, Ekvador, Hondúras, Kostaríka, Kólumbía, Panama, Perú, Úrúgvæ, Venesúela og Níkaragva, að því er fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins.