Sigríður Anna afhendir trúnaðarbréf í Kanada

Michaëlle Jean landstjóri Kanada ásamt Sigríði Önnu Þórðardóttur sendiherra Íslands …
Michaëlle Jean landstjóri Kanada ásamt Sigríði Önnu Þórðardóttur sendiherra Íslands í Kanada

Sig­ríður Anna Þórðardótt­ir af­henti í vik­unni Michaëlle Jean land­stjóra Kan­ada trúnaðarbréf sitt sem sendi­herra Íslands í Kan­ada. Sig­ríður Anna er fyrsta kon­an til að gegna embætti sendi­herra í Kan­ada frá því að sendi­ráð var stofnað þar árið 2001.

Í um­dæmi sendi­ráðsins eru auk Kan­ada eft­ir­tal­in ríki: Belís, Bóli­vía, Ekvador, Hond­úras, Kosta­ríka, Kól­umbía, Panama, Perú, Úrúg­væ, Venesúela og Ník­aragva, að því er fram kem­ur á vef ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert