Stöðugt fleiri leita aðstoðar vegna skulda


Erlendar skuldir heimilanna hafa hækkað um 129% á einu ári og eru nú um 245 milljarðar króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar fallið um 43% og er genginu því ekki einu um að kenna hvernig komið er.

Í september 2007 námu erlendar skuldir heimilanna hjá innlendum bankastofnunum tæpum 110 milljörðum króna, en voru í júlí um 230 milljarðar. Miðað við breytingar á gengi krónunnar frá þeim tíma hafa ríflega 15 milljarðar lagst ofan á skuldabyrði heimilanna.

Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir þeim hafa fjölgað mikið sem leita sér aðstoðar hjá stofunni. Starfsmanni hefur verið bætt við, en samt er biðlistinn töluvert langur, að sögn Ástu.

Hún segir að áberandi sé hve mikið af mjög skuldsettu fólki sæki til sín nú. „Það eru verðbólgan, erlend lán og umframeyðsla sem helst hafa áhrif á greiðslubyrði fólks. Þá eru vextir á lánum mjög háir. Margir okkar skjólstæðinga tóku erlend lán, m.a. til bílakaupa.“ Ásta segir nú svo komið að jafnvel þótt fólk vilji selja eignir til að minnka greiðslubyrði sitji það oft eftir sem áður uppi með töluverðar skuldir finnist yfirhöfuð kaupandi að eigninni. „Höfuðstóll skuldarinnar er þá orðinn hærri en verðmæti eignarinnar,“ segir Ásta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert