Stofna samtök um að vera ekki á bíl

Fólk er hvatt til að hugsa um hvernig það notar …
Fólk er hvatt til að hugsa um hvernig það notar einkabílinn. AP

Breiður hópur fólks stendur að stofnun Samtaka um bíllausan lífsstíl í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í kvöld kl. 20.  Markmið samtakanna er að nálgast málefnið á jákvæðan hátt og knýja fólk til að hugsa um hvernig það notar einkabílinn.

Meðal þeirra sem stofna samtökin eru skipulagsfræðingar, verkfræðingar, arkitektar, landfræðingar og heimspekingar,  fólk sem búið hefur erlendis, fólk sem hefur áhuga á breyta borgarbrag Reykjavíkur, að því er fram kemur í tilkynningu. Stofnfundurinn er þáttur í Evrópskri samgönguviku 2008.

Á fundinum í kvöld verða niðurstöður úr hópavinnu kynntar meðal annars um almenningssamgöngur, hjólreiðar, borgarskipulag og gangandi vegfarendur. Einnig verður þremur fyrirtækjum veitt viðurkenning fyrir samgöngustefnu sína og áætlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert