Stofna samtök um að vera ekki á bíl

Fólk er hvatt til að hugsa um hvernig það notar …
Fólk er hvatt til að hugsa um hvernig það notar einkabílinn. AP

Breiður hóp­ur fólks stend­ur að stofn­un Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl í Tjarn­ar­sal Ráðhúss Reykja­vík­ur í kvöld kl. 20.  Mark­mið sam­tak­anna er að nálg­ast mál­efnið á já­kvæðan hátt og knýja fólk til að hugsa um hvernig það not­ar einka­bíl­inn.

Meðal þeirra sem stofna sam­tök­in eru skipu­lags­fræðing­ar, verk­fræðing­ar, arki­tekt­ar, land­fræðing­ar og heim­spek­ing­ar,  fólk sem búið hef­ur er­lend­is, fólk sem hef­ur áhuga á breyta borg­ar­brag Reykja­vík­ur, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. Stofn­fund­ur­inn er þátt­ur í Evr­ópskri sam­göngu­viku 2008.

Á fund­in­um í kvöld verða niður­stöður úr hópa­vinnu kynnt­ar meðal ann­ars um al­menn­ings­sam­göng­ur, hjól­reiðar, borg­ar­skipu­lag og gang­andi veg­far­end­ur. Einnig verður þrem­ur fyr­ir­tækj­um veitt viður­kenn­ing fyr­ir sam­göngu­stefnu sína og áætl­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert