Vegaframkvæmdir víða

Vegaframkvæmdir standa enn yfir víða um land og beinir Vegagerðin því til vegfarenda að virða merkingar og hraðatakmarkanir. 

Á Reykjanesbraut milli Njarðvíkur og Hafnarfjarðar er nú eitt framhjáhlaup, við Stapahverfisbrú, miðja vegu á milliNjarðvíkur og Grindavíkurvega. Gert er ráð fyrir að þetta framhjáhlaup verði í notkun fram í miðjan október næstkomandi. 

Frá Njarðvík að Stapahverfisbrú er umferð á einni akbraut með tvístefnu.  Frá Stapahverfisbrú tilHafnarfjarðar er umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut. Verið er að gera mislæg gatnamót á Reykjanesbraut, annars vegar við Arnarnesveg og hins vegar við Vífilsstaðaveg. Ávinnusvæðinu er hæð ökutækja takmörkuð við 4,2 m. Settar hafa verið upp hæðarslár við gatnamótin. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát á vinnusvæðum. 

Vegna vinnu við gerð undirganga á Reykjanesbraut (41) milli Smáratorgs og Linda hefur akreinum verið hliðrað tilsuðausturs. Áætluð verklok eru 15. nóvember 2008.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert