Vegir víða lokaðir vegna vatnaskemmda

Á Vestfjörðum er búið að opna veg 61 í Ísafirði. Vegurinn um Þorskafjarðarheiði og Dynjandisheiði eru lokaðar og óvíst um opnun, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á sunnanverðum Vestfjörðum er Barðastrandavegur lokaður vegna vatnaskemmda og Örlygshafnavegur lokaður vegna aurskriða. Arnarfjörður er ófær og  Bíldudalsvegur frá flugvelli  yfir í Trostansfjörð. Varað er við vatnaskemmdum á Skarðstrandavegi og á Skógarströnd.

Á Snæfellsnesi er vegur 577, Helgafellsvegur lokaður og vegur 570, Jökulhálsvegur. Uxahryggjavegur er lokaður við Þverfell.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert