Vildi að ég fyndi til

Tryggvi Ingólfsson
Tryggvi Ingólfsson

„Mér fannst gam­an að starf­inu og í þá ára­tugi sem ég var með eig­in rekst­ur féll aldrei dag­ur úr. Ég tók að mér ýmis erfið verk­efni. Verk­efnið sem ég glími við í dag er þó lan­gerfiðast. Maður tek­ur eitt skref í einu og er æðru­laus. Öðru­vísi geng­ur þetta ekki,“ seg­ir Tryggvi Ing­ólfs­son, 58 ára Ran­gæ­ing­ur sem háls­brotnaði og lamaðist fyr­ir neðan háls í hesta­slysi fyr­ir tveim­ur árum.

Hann var í út­reiðartúr með fjöl­skyld­unni í Fljóts­hlíð þegar hest­ur hans hnaut.

„Ég man at­b­urðarás­ina nokkuð skýrt og hvernig þetta vildi til. Ég féll af baki og heyrði þegar hálsliður­inn brotnaði. Eft­ir það er hins veg­ar allt svart,“ seg­ir Tryggvi.

Hann er lamaður upp að hálsi og þarf aðstoð við all­ar at­hafn­ir dag­legs lífs.

„Því miður finn ég hvergi til í lík­am­an­um. Líð hvergi kval­ir. Ég vildi hins veg­ar gjarn­an að því væri öf­ugt farið. Minnsti sárs­auki væri merki um bata og að líf væri að fær­ast í lamaðan lík­amann.“

Enn hef­ur ekki fund­ist lækn­ing við mænuskaða og af­leiðing­ar hans geta meðal ann­ars verið óaft­ur­kræf­ar skemmd­ir á innri líf­fær­um.

Þarf 80 millj­ón­ir

Auður seg­ist vit­an­lega ánægð með hversu langt mál­efni mænuskaðaðra hef­ur miðað fyr­ir til­stilli bar­áttu henn­ar.

Um söfn­un­ar­féð seg­ir hún: „Ég þarf 80 millj­ón­ir í þá rann­sókn sem ég vil styrkja. Þá get ég sent 8 sjúk­linga í til­raunameðferð. Fái ég það ekki verð ég að semja um færri sjúk­linga. En ég þigg það sem að mér er rétt, það mun­ar um allt.“

Spurð um verk­efnið seg­ir hún: „Rann­sókn­in snýst um að taka fólk fljót­lega eft­ir skaða, skera inn á það og búa þannig í hag­inn fyr­ir mæn­una að henni er gefið tæki­færi til að lækna sig sjálf.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert