Mikil mildi þótti að ekki urðu alvarleg slys í kvöld þegar fólksbíll lenti utan vegar á Þykkvabæjarvegi. Tveir ungir piltar voru í bílnum og tókst þeim að skríða út um afturrúðu.
Lögreglan á Hvolsvelli segir að bíllinn hafi lent í skurðinum og skemmst töluvert. Mikil vatn var í skurðinum og fór bíllin hálfur á kaf í vatn. Strákunum tókst að koma sér út um afturrúðuna og ganga heim á næsta bæ þar sem hringt var í hjálp. Lögreglan segir að slysstaðurinn sjáist illa frá veginum og óvíst að vegfarendur hefðu áttað sig á málinu ef strákunum hefði ekki tekist að komast út af sjálfsdáðum. Þeir voru í bílbelti og segir lögreglan að það eitt hafi skipt gríðarlegu máli.