Brotin ná til fleiri landa

City Star Airlines
City Star Airlines

Kæra skiptastjóra þrotabús flugfélagsins City Star Airlines, sem var í eigu Íslendinga, á hendur fyrrverandi fyrirsvarsmönnum flugfélagsins, er meðal þeirra verkefna sem eru nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Efnahagsbrotadeildin hefur nú 66 mál til meðferðar og er stór hluti þeirra skattalagabrot. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt, allt frá bankamálum og ábyrgðum og skatta- og tollamálum til ólögmætra veiða umfram kvóta.

Tvöfalda þyrfti fjölda starfsmanna

Fimmtán manns starfa hjá deildinni en Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, er þeirrar skoðunar að fjölga þurfi starfsmönnum í þrjátíu. Helgi segist skynja hærri fjárhæðir í efnahagsbrotum og brotin teygja anga sína til fleiri landa í kjölfar útrásarinnar.

Forsvarsmenn City Star eru grunaðir um að hafa skotið undan eigum félagsins með sölu á flugvélum á undirverði og með öðrum hætti. Hin meintu auðgunarbrot eru talin nema um 100 milljónum króna. City Star var staðsett í Aberdeen í Skotlandi og var að mestu í eigu fjárfesta úr Grindavík. Félagið lagðist á aðra hliðina í febrúar á þessu ári og 55 starfsmenn þess misstu vinnuna.

Efnahagsbrotadeildin varðist allra frétta af málinu í gær. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta tiltekna mál,“ segir Helgi Magnús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert