Eggert: Ánægður og þakklátur

Eggert Haukdal og Ragnar Aðalsteinsson utan við Hæstarétt.
Eggert Haukdal og Ragnar Aðalsteinsson utan við Hæstarétt. mynd/Geir Ragnarsson

Eggert Hauk­dal kvaðst ánægður og þakk­lát­ur fyr­ir sýknu­dóm­inn í dag eft­ir tíu ára þrauta­göngu. Aldrei hefði verið hægt að sanna á sig einn ein­asta þjófnað þrátt fyr­ir að kerfið hefði bar­ist við að halda mál­inu áfram.

„Það var búið koma því þannig fyr­ir með lyg­um og ómerki­leg­heit­um að ég væri lyg­ari og þjóf­ur,“ sagði hann í sam­tali við mbl.is rétt í þessu.

„Dóms­kerfið á Íslandi er búið að hafa mig þjóf í tíu ár,“ sagði Eggert og játaði því að hann ætlaði með málið lengra. „Að sjálf­sögðu er ým­is­legt framund­an, meðal ann­ars það að krefjast skaðabóta.  Það fer í full­an gang.“

„Þetta er mik­ill létt­ir fyr­ir Eggert Hauk­dal,“ sagði Ragn­ar Aðal­steins­son, lögmaður Eggerts eft­ir að sýknu­dóm­ur­inn var kveðinn upp í dag. „Eft­ir næst­um því ára­tug­ar bar­áttu, þar af átta ár fyr­ir dóm­stól­um. Það tókst loks að fá end­urupp­töku í fyrra og svo dóm núna um að hann sé sak­laus,“ sagði Ragn­ar.

Hann taldi stór­merki­legt að end­urupp­töku hefði verið hafnað í tvígang að minnsta kosti, en loks í þriðju til­raun hefði tek­ist að fá málið tekið upp aft­ur. Þá hefði komið í ljós að aldrei hefðu legið fyr­ir sönn­ung­ar­gögn um sekt Eggerts.

„Það var aldrei sannað að hann væri sek­ur um það sem hann var ákærður fyr­ir,“ sagði Ragn­ar og bætti við að dag­ur­inn í dag væri þannig mjög góður fyr­ir Eggert.

„Hins veg­ar má segja að bestu ár ævi hans hafi farið í þetta og að því leyti er þetta hörmu­legt,“ sagði Ragn­ar.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert