Ertuyglur farnar að sjást norðar en áður

Ertuygla
Ertuygla

Ertuyglur eru farnar að láta á sér kræla á Hvanneyri. Á vef Landgræðslunnar er frá því greint að nemendur á skógræktarbraut LBHÍ á Hvanneyri hafi nú í vikunni veitt því athygli að ertuyglurnar væru farnar að skríða þar um hlað.  

Eftir því sem best er vitað mun þetta vera nyrsti fundarstaður ertuyglu vestanlands. Ertuyglan hefur lengstum verið bundin við sunnanvert landið frá Lóni og vestur að Hvalfirði. Einnig er hún í Eyjafirði. Fyrir nokkrum árum fannst hún í Melasveitinni, en ekki er vitað til að hún hafi fyrr fundist norðar en það.

Fram kemur á vefnum að nú í sumar eins og undanfarin sumur hafi ertuyglan aflaufgað lúpínu á stórum svæðum eða sem samsvarar meira en hundrað hekturum. Þetta mun vera mikil breyting frá því sem áður var og er helst talin stafa af aukinni útbreiðslu lúpínu, sem er helsta fæða ertuyglunnar, hlýrri sumrum og hugsanlega bættri aðlögun ertuyglunnar að lúpínunni.

Ertuyglulirfa
Ertuyglulirfa
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert