Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára, en hann var sakfelldur fyrir húsbrot, eignaspjöll, líkamsárásir, vörslur fíkniefna, vopnalagabrot og fíkniefnaakstur.
Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sekt upp á 180 þúsund og að sæta upptöku á fíkniefnum og barefli. Þá var hann sviptur ökurétti í eitt og hálft ár. Bótakröfu var vísað frá dómi.
Meðal þess sem maðurinn var fundinn sekur um var að ráðast á tvo menn utan við Draugabarinn á Stokkseyri í desember á síðasta ári.