Gusugangur á Borgarfjarðarbrúnni

Sjór gekk yfir Borgarfjarðarbrúna í morgun og veginn að brúnni.
Sjór gekk yfir Borgarfjarðarbrúna í morgun og veginn að brúnni. mbl.is/Róbert Ágústsson

Sjór hefur gengið hressilega yfir Borgarfjarðarbrúna og veginn að brúnni í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi er engin hætta á ferðum en stórstreymt er í dag, í raun mesta stórstreymi ársins, að sögn lögreglu. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vindhraðinn er 13 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli en fer yfir 20 metra í hviðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert