Hlutverk Íslands að stíga heillavænleg skref í orkumálum

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. Ragnar Axelsson

„Undirbúningstími stendur nú yfir áður en gömlu orkugjafarnir olían og gas þurrkast upp. Það er hlutverk Íslands sem hvorki býr yfir olíulindum né gasi að stíga heillavænleg skref í orkumálum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands við upphaf ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur í morgun.

„Við þurfum að taka forystu. Ísland á vera tilraunastofa framtíðarorkugjafa og fundarstaður þeirra sem vinna að vistvænum samgöngum,“ sagði Ólafur Ragnar. „Við verðum að sanna að sjálfbærar samgöngur duga fyrir samfélagið allt. Þetta er áskorun sem við verðum að taka, annars verðum við dæmd sem óábyrg lúxuskynslóð sem hugsaði ekki um velferð næstu kynslóðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert