Ísland stjórnar öryggi á hafinu

Georg Kr. Lárusson tók við formennsku í NACGF í morgun.
Georg Kr. Lárusson tók við formennsku í NACGF í morgun. mbl.is

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók í morgun við formennsku í samtökunum North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF), á ársfundi sem haldinn var í Ilullisat á Vestur-Grænlandi. Formennska Íslands í samtökunum felst í að stýra og móta stefnu hvað varðar öryggi á hafinu (Maritime security).

Að samtökunum standa strandgæslur tuttugu ríkja við Norður-Atlantshaf og er markmið þeirra fyrst og fremst að samhæfa og samræma aðgerðir strandgæslnanna.

Verkefni strandgæslna eru afar fjölbreytt og viðamikil og má þar nefna fiskveiðieftirlit, leit og björgun ásamt því að bregðast við sívaxandi skipulagðri glæpastarfsemi á hafinu.

Vegna breyttra aðstæðna á norðurslóðum varðar það miklu fyrir hagsmuni Íslendinga að veita samtökunum formennsku, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert