Lyfjamarkaðurinn mun opnast

Heilbrigðisráðherra hélt erindi um málefni ráðuneytisins í Valhöll.
Heilbrigðisráðherra hélt erindi um málefni ráðuneytisins í Valhöll. mbl.is/Ómar

„Við værum búin að redda þessu ef við værum bara ein að berjast í þessu en við þurfum að kljást við lítið batterí í Brussel," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um opnun lyfjamarkaðarins innan evrópska efnahagssvæðisins.

Guðlaugur Þór segir að innan EES hafi menn tekið mark á gagnrýni hans hvað varðar hömlur á lyfjamarkaði innan svæðisins. Þessar hömlur koma sér ákaflega illa fyrir lítil markaðssvæði á borð við Ísland. Skýrði ráðherrann frá því að í Brussel sé ferlið til að breyta regluverkinu hafið.

Heilbrigðisráðherra segist vera búinn að koma á tilraunaverkefni um sameiginlegan lyfjamarkað á Norðurlöndum og er þegar hafið samstarf við Svía á þessum grundvelli sem er farið að skila umtalsverðum fjölda lyfja inn á íslenskan lyfjamarkað.

„Markmiðið er að koma á samnorrænum markaði," sagði ráðherra á hádegisverðarfundi í Valhöll í Reykjavík fyrir skömmu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert