Mikill afgangur af opinberum rekstri í fyrra

Tekju­af­koma hins op­in­bera var já­kvæð um 70,7 millj­arða króna árið 2007, eða 5,5% af lands­fram­leiðslu og 11,3% af tekj­um. Til sam­an­b­urðar var tekju­af­kom­an já­kvæð um 6,3% af lands­fram­leiðslu 2006 og 4,9% árið 2005.

Að sögn Hag­stof­unn­ar, sem birti þess­ar töl­ur í dag, staf­ar þessi hag­stæða tekju­af­koma fyrst og fremst af mikl­um tekju­af­gangi rík­is­sjóðs, sem nam 4% af lands­fram­leiðslu árið 2007 og 5,3% árið 2006.

Fjár­hag­ur sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur einnig verið já­kvæður síðustu þrjú árin, enda þótt hann sé afar mis­jafn. Árið 2007 nam tekju­af­gang­ur þeirra 8 millj­örðum króna, eða 0,6% af lands­fram­leiðslu, og árið 2006 um 4 millj­örðum króna, eða 0,3% af lands­fram­leiðslu.

Til­kynn­ing Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert