Nettengd á Reykjanesbrautinni

Áætl­un­ar­bíl­ar SBK sem ganga á milli Reykja­nes­bæj­ar og höfuðborg­ar­svæðis­ins eru nettengd­ir. Farþeg­arn­ir sem marg­ir eru nem­end­ur hjá Keili eða í há­skól­un­um í Reykja­vík geta því verið í þráðlausu net­sam­bandi með far­tölv­un­um sín­um á meðan farið er á milli.

Net­sam­bandið í áætl­un­ar­bíl­un­um sem merkt­ir eru Reykja­nes Express er sett upp að frum­kvæði eig­and­ans, SBK. „Við vor­um að færa viðskipti okk­ar til Nova og þeir komu með þessa lausn,“ seg­ir Ólaf­ur Guðbergs­son, fram­kvæmda­stjóri SBK. Búnaður­inn sem til þarf er fyr­ir­ferðarlít­ill og er komið fyr­ir í hanska­hólfi bíls­ins. Farþegar sem hafa með sér far­tölvu geta tengst net­inu end­ur­gjalds­laust.

SBK fer átta ferðir á dag, virka daga milli Reykja­nes­bæj­ar og höfuðborg­ar­svæðis­ins. Alltaf er komið við á há­skóla­svæðinu og far­inn auka­hring­ur um svæðið í þrem­ur ferðum.

Keil­ir sem er með há­skóla­kennslu á Vall­ar­heiði og leig­ir þar út íbúðir fyr­ir há­skóla­nema af höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur samn­ing við SBK um stræt­is­vagna­ferðirn­ar. Gjaldið er innifalið í leigu og skóla­gjöld­um hjá Keili. Run­ólf­ur Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri Keil­is, tók því fagn­andi þegar SBK kom með hug­mynd um netteng­ingu í rút­un­um við end­ur­nýj­un samn­inga í haust. Seg­ir hann gott að nem­end­urn­ir geti nýtt ferðatím­ann til að vinna.

Gott að nýta tím­ann

„Mér finnst frá­bært að geta nýtt tím­ann í rút­unni,“ seg­ir Sól­ey Lúðvíks­dótt­ir sem er í frum­kvöðlanámi hjá Keili en býr í Reykja­vík. Hún seg­ist alltaf taka tölv­una með sér og er ánægð með að geta nýtt tím­ann til að skoða póst frá kenn­ur­un­um og skipu­leggja dag­inn. Hún þurfi þá ekki að hefja vinn­una í skól­an­um á því. Ekki er gert ráð fyr­ir tölv­um í inn­rétt­ing­um bíl­anna og seg­ist Sól­ey vera með far­tölv­una í kjölt­unni. Hún sé ekki óvön því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert