Séra Gunnari veitt lausn frá embætti tímabundið

Mbl.is/ Kristinn

Biskup Íslands hefur veitt sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, lausn frá embætti um stundarsakir. Ríkissaksóknari hefur staðfest við Biskupsstofu að ákæra hafi verið gefin út á hendur sr. Gunnari vegna meintra brota hans gegn almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum.

Ákvörðun biskups um að veita sr. Gunnari lausn frá  embætti um stundarsakir er byggð á 26. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert