Ný forgangsakrein á Miklubraut í Reykjavík fyrir strætisvagna var opnuð með pompi og prakt í dag. Ók virðulegur strætisvagn frá árinu 1968 fremstur en á eftir honum fylgdi nýmóðin metanbíll. Á undan gengu félagar í lúðrasveitinni Svani.
Það voru þau Kristján L. Möller, samgönguráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, sem opnuðu akreinina formlega á Miklubraut við Skeiðarvog. Akreinin er með rauðu malbiki og hefur stundum verið nefnd rauði dregillinn.