Sektum fyrir að tala í farsíma og aka bíl á sama tíma hefur fækkað um helming miðað við árið í fyrra. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögrluþjónn segir að ástæðan sé sú að lögreglumenn séu hættir að eyða ómældu púðri í að eltast við venjulega Íslendinga sem séu oftast réttu megin við lögin. Hún eyði núna orku sinni í að elta uppi síbrotamenn í umferðinni.
Nýjar tölur frá umferðardeild lögreglunnar sýnir að kærum vegna umferðarlagabrota hefur fækkað um 22 prósent á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma hefur skráðum umferðaróhöppum fækkað um nítján prósent
En fyrir þá sem misskilja þetta og halda að ef þeir séu venjulegir Íslendingar geti þeir óáreittir brotið login er nauðsynlegt að taka fram. Það er enn bannað að tala í farsíma.
Fimmþúsund krónur þarf að borga ef upp kemst.