Halda að sér höndum

mbl.is/Þorvaldur

Íslendingar hafa undanfarið ár dregið úr akstri, minnkað notkun debetkorta og eru í auknum mæli farnir að versla í lágvöruverðsverslunum. Vegna falls krónunnar er fólk farið að huga nánar að neyslu sinni þar sem verð á mat og drykk hefur hækkað – vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 5-7% í flestum matvöruverslunum frá miðjum júní – og bensínverðið rokið upp. Þá hefur kaupmáttur rýrnað um 5,4%.

Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, hefur dregið úr umferð og sölu eldsneytis hjá olíufélögunum. „Það er marktækur samdráttur milli ára,“ segir hann og bætir við að fólk hringi í auknum mæli í FÍB til að leita ráða um hvernig draga megi úr eyðslu ökutækja.

Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss sem rekur verslanirnar Krónuna, Nóatún, 11-11 og Kjarval, segir að mikil aukning hafi orðið í sölu í lágvöruverðsverslunum.

Eysteinn segir meira að gera í Krónunni en áður en sama vaxtar gæti ekki hjá hinum búðum Kaupáss. Hann segir litlar breytingar á sjálfri neyslu fólks en hins vegar sé greinilegt að það hugsi betur um hvar vörurnar eru keyptar.

„Við höfum séð draga úr debetkortanotkun núna þegar líður á árið,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar. Hann segir debetkortanotkun einkennast af miklum árstíðasveiflum en marktækur munur sé á kortanotkuninni í ágúst milli ára. Hann segir engar marktækar sveiflur vera í kreditkortanotkun enda er hún mikið bundin við stærri greiðslur sem inna þarf af hendi, en debetkortin séu meira notuð til að borga fyrir daglega neyslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert