Hjóladagur fjölskyldunnar

Hjóladagur fjölskyldunnar verður haldinn laugardaginn 20. september. Hjólalestir úr nágrannabæjum Reykjavíkur fara frá ýmsum stöðum utan og innan borgarinnar að Ráðhúsinu í Reykjavík.

Dagskrá hefst klukkan 14:10 við Ráðhúsið þar sem Felix Bergsson leikari tekur á móti hjólreiðafólkinu.

Þaulvanir keppnismenn í hjólreiðum keppa svo á götuhjólum í kringum Tjörnina auk ýmissa annarra uppákoma.

Hjólalestir sem henta allri fjölskyldunni leggja af stað til Nauthólsvíkur.
11:30     frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12:10     frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50     frá Gerðasafni í Kópavogi
11:30     frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00     frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30     frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00     frá Vesturbæjarlaug
13:45     Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur

15:00 Hjólasirkus, landsliðið í hjólaleikni leikur listir sínar

15:30 Verðlaunaafhending

Boðið verður upp á veitingar í Ráðhúsinu og dagskrá lýkur kl. 16:00.

Nánar: http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-39/351_read-12307/

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert