Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 2 mánaða fangelsi og svipt hann ökuréttindum ævilangt fyrir ítrekaðan ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða 33 þúsund krónur í sekt.
Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi frá því í ágúst 2006 fjórum sinnum verið fundinn sekur um að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Það ár var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa í fimm skipti, ekið sviptur ökurétti.
„Ákærði virðist ekki hafa neina innsýn í alvarleika brota sinna þar sem hann ítrekað heldur áfram að aka sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis eða fíkniefna," segir m.a. í dómnum.