Illa leikið lamb í Eyjum

Lömb mega sín lítils gagnvart dýrbítum
Lömb mega sín lítils gagnvart dýrbítum mbl.is/Rax

Bænd­ur á Breiðabakka í Vest­manna­eyj­um eru ugg­andi yfir því að dýr­bít­ur gangi laus á eyj­unni. Fram kem­ur í Frétt­um, bæj­ar­blaði Vest­manna­ey­inga, að Birg­ir Sig­ur­jóns­son bóndi hafi fundið eitt lamba sinna illa leikið eft­ir bit og var aðkom­an öm­ur­leg. Lambið var svo illa sært að ráðleg­ast var talið að af­lífa það á staðnum.

Ljóst er að lambið hef­ur liðið mikl­ar kval­ir og miðað við áverk­ana er talið lík­leg­ast að þar hafi hund­ur á lausa­gangi verið á ferð. Fjár­bænd­ur í eyj­um hafa mikl­ar áhyggj­ur af fram­hald­inu því reynsl­an sýni að hund­ur sem kom­inn er á bragðis sé lík­leg­ur til að end­ur­taka leik­inn. Annað lamb hvarf af Bakka fyrr í sum­ar og er ekki vitað um af­drif þess.

Þá hafa fjár­bænd­ur ekki síður áhyggj­ur af því að börn geti verið í hættu því dýr­bít­ar séu til alls lík­leg­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert