Bændur á Breiðabakka í Vestmannaeyjum eru uggandi yfir því að dýrbítur gangi laus á eyjunni. Fram kemur í Fréttum, bæjarblaði Vestmannaeyinga, að Birgir Sigurjónsson bóndi hafi fundið eitt lamba sinna illa leikið eftir bit og var aðkoman ömurleg. Lambið var svo illa sært að ráðlegast var talið að aflífa það á staðnum.
Ljóst er að lambið hefur liðið miklar kvalir og miðað við áverkana er talið líklegast að þar hafi hundur á lausagangi verið á ferð. Fjárbændur í eyjum hafa miklar áhyggjur af framhaldinu því reynslan sýni að hundur sem kominn er á bragðis sé líklegur til að endurtaka leikinn. Annað lamb hvarf af Bakka fyrr í sumar og er ekki vitað um afdrif þess.
Þá hafa fjárbændur ekki síður áhyggjur af því að börn geti verið í hættu því dýrbítar séu til alls líklegir.