Íslenska lögreglan fyrirmynd

Alþjóðadeild lögreglunnar á Íslandi er til fyrirmyndar
Alþjóðadeild lögreglunnar á Íslandi er til fyrirmyndar mbl.is

Alþjóðadeild lithásku lögreglunnar hefur ákveðið að starfshættir íslenskra starfsbræðra þeirra, við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, verðir hafðir að fyrirmynd við uppbyggingu starfsins í Litháen.

Á fréttavef lögreglunnar kemur fram að 5 litháskir lögreglumenn hafi verið hér á landi í náms- og kynnisferð ásamt yfirmanni alþjóðadeildarinnar í Liechtenstein, sem áformar þátttöku í Schengen samstarfinu innan tíðar.

Auk þess að fræðast um starf alþjóðadeildar RLS heimsóttu þeir fangelsið á Litla-Hrauni, lögregluna og Selfossi og á Keflavíkurflugvelli til að kynna sér skipulag íslenskrar lögreglu.

Nánari lögreglusamvinna Íslands og Litháens var svo rædd í dag á fundi lithásku lögreglumannanna með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og eru fyrirhugaðar fleiri heimsóknir lögreglumanna frá Litháen til að efla samvinnu landanna tveggja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert