Keilir kaupir fimm kennsluflugvélar

Diamond flugvél
Diamond flugvél

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis og Christian Dries, forstjóri Diamond Aircraft Industries, skrifuðu undir kaupsamning um 5 nýjar kennsluvélar fyrir Flugakademíu Keilis í Vínarborg í gær.  Kaupverð vélanna, tæpar 200 milljónir króna, er að mestu fjármagnað af seljanda ásamt Bank Austria. Möguleiki er á að bæta öðrum 5 vélum við samninginn árið 2009.
 
Um er að ræða tvær DA20 tveggja manna vélar, tvær DA40 fjögurra manna vélar og eina DA42 tveggja hreyfla fjögurra manna vél með afísingar- og blindflugsbúnaði. Vélarnar eru allar búnar stýripinna og stærri vélarnar eru jafnframt búnar stafrænum stjórntækum og mælaborði. Diamond vélar eru knúnar umhverfisvænum og sparneytnum díselhreyflum, að því er segir í tilkynningu.
 
Fystu vélarnar koma til landsins eftir mánuð en þær síðustu í janúar næstkomandi. Bóklegt einkaflugmannsnám hefst hjá Flugakademíu Keilis nú um mánaðamótin en Flugakademían er hluti af Samgöngu- og öryggisskóla Keilis, sem Hjálmar Árnason stýrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert