Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast með ofbeldi að lögreglumanni sem var að sinna skyldustarfi sínu. Lögreglumaðurinn féll í jörðina og hlaut rispur á fingri og marbletti á hné.
Þetta gerðist utan við skemmtistað í Grindavík í desember sl. Maðurinn neitaði sök og en viðurkenndi að hafa verið æstu skapi þegar lögreglan hafði afskipti af honum fyrir utan veitingahúsið. Hann hafi verið hafður fyrir rangri rök innandyra og hent út af staðnum að ósekju.
Dómurinn taldi sekt mannsins hins vegar sannaða með framburði vitna.