Skipaflotinn knúinn útblæstri

00:00
00:00

Stjórn­völd hafa samið við jap­anska fyr­ir­tækið Mitsu­bis­hi um þróun nýrr­ar tækni sem fyr­ir­tækið býr yfir og ger­ir mönn­um kleift að búa til not­hæft eldsneyti úr út­blæstri frá stóriðju.

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, sér fyr­ir sér að þetta gæti orðið að veru­leika eft­ir tíu ár ef að þessi tækni gangi upp í fram­kvæmd. Íslenski skipa­flot­inn gæti þá all­ur gengið fyr­ir út­blæstri frá ál­ver­um og eitraðar gróður­húsaloft­teg­und­ir yrðu jafn­framt skaðlaus­ar.

Össur upp­lýsti þetta síðdeg­is þegar hann skrifaði und­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­ar um að nýir raf­bíl­ar frá Mitsu­bis­hi yrðu flutt­ir hingað til lands og prufu­keyrðir við ís­lensk­ar aðstæður. Sett verða upp sér­stök þjón­ustu­ver fyr­ir raf­bíla en Hekla flyt­ur þá inn þegar þeir koma á göt­una árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert