Starfstími skóla of stuttur

mbl.is/ÞÖK

Menntamálaráðuneyti hefur gert athugasemdir við starfstíma fimmtán framhaldsskóla sem uppfylltu ekki ákvæði reglugerðar um samanlagðan fjölda kennslu- og prófadaga nemenda. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skal árlegur starfstími nemenda ekki vera skemmri en níu mánuðir, þar af skulu kennsludagar eigi vera færri en 145.

Meðalfjöldi reglulegra kennsludaga í framhaldsskólum var 148 á liðnu skólaári sem er aukning um tvo daga frá skólaárinu 2006-2007. Að teknu tilliti til annarra kennsludaga hafi allir framhaldsskólar landsins uppfyllt kröfur um fjölda kennsludaga. Þeim skólum sem ekki uppfylltu ákvæðin hefur verið bent á þá áherslu ráðuneytisins að skólameistari og skólanefnd sjái til þess að nemendur fái þann heildarfjölda kennslu- og prófdaga á árlegum starfstíma skóla sem lög og reglugerð kveða á um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert