Tryggingar hækkuðu um 100 þúsund

00:00
00:00

Hildigunnni  Haf­steins­dótt­ur  lög­fræðingi hjá Neyt­enda­sam­tök­un­um brá held­ur bet­ur í brún þegar hún fékk reikn­ing­inn frá Trygg­inga­miðstöðinni í ág­úst og sá að reikn­ing­ur­inn hafði hækkað um hundrað þúsund.

Hildigunn­ur sem stjórn­ar leiðbein­inga og kvört­un­arþjón­ustu Neyt­enda­sam­tak­anna hélt fyrst að þetta væri grin. Það reynd­ist hins­veg­ar ekki vera og var hækk­un­in m.a. skýrð með hækk­un á vísi­tölu sem seg­ir þó ekki einu sinni hálfa sög­una.

Heim­il­ispakki með tveim­ur bíl­um sem kostaði 222 þúsund í fyrra átti sam­kvæmt þessu að kosta 350 þúsund en eft­ir ein­hvern af­slátt stóð eft­ir 320 þúsund. Eft­ir mikið þref bauðst trygg­inga­fé­lagið til að lækka upp­hæðina í þrjúhundruð þúsund en fjöl­skyld­an ákvað hins­veg­ar að leita til­boða og fór til ann­ars fé­lags sem bauð 260 þúsund fyr­ir sömu trygg­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert