Hildigunnni Hafsteinsdóttur lögfræðingi hjá Neytendasamtökunum brá heldur betur í brún þegar hún fékk reikninginn frá Tryggingamiðstöðinni í ágúst og sá að reikningurinn hafði hækkað um hundrað þúsund.
Hildigunnur sem stjórnar leiðbeininga og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna hélt fyrst að þetta væri grin. Það reyndist hinsvegar ekki vera og var hækkunin m.a. skýrð með hækkun á vísitölu sem segir þó ekki einu sinni hálfa söguna.
Heimilispakki með tveimur bílum sem kostaði 222 þúsund í fyrra átti samkvæmt þessu að kosta 350 þúsund en eftir einhvern afslátt stóð eftir 320 þúsund. Eftir mikið þref bauðst tryggingafélagið til að lækka upphæðina í þrjúhundruð þúsund en fjölskyldan ákvað hinsvegar að leita tilboða og fór til annars félags sem bauð 260 þúsund fyrir sömu tryggingar.