Veltusamdráttur á fasteignamarkaði 5,5 milljarðar

Nýbyggingar í Úlfarársdal
Nýbyggingar í Úlfarársdal Haraldur Guðjónsson

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. september til og með 18. september 2008 var 90. Heildarveltan var 3.763 milljónir króna og meðalupphæð á samning 41,8 milljónir króna. Á tímabilinu 14. september til og með 20. september í fyrra var 250 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og var heildarveltan 9.302 milljónir króna, 5.539 milljónum króna meiri en nú.

Í vikunni sem er að líða voru 70 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 

Heildarveltan á Akureyri 156 milljónir

Á sama tíma var 9 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 156 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru allir samningar um  sérbýli. Heildarveltan var 59 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,8 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert