Vilja ekki að börn gangi ein í Laugardal

mbl.isFriðrik Tryggvason

„Við keyrum börnin okkar alltaf í íþróttir í Laugardalinn vegna þess að við viljum ekki láta þau ganga í gegnum dalinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur og það heyrir til undantekninga ef börn eru þar á gangi.“

Þetta segir móðir níu ára barns um ástandið í Laugardal, sem mörgum foreldrum ofbýður vegna áreitis og jafnvel ofbeldis gagnvart börnum og fullorðnum. Síðasta uppákoman varð fyrir skömmu þegar sonurinn fann sprautunálar í Laugardal og segir móðir hans að það hafi ekki verið í fyrsta skipti. Hún segist hafa vakið athygli lögreglu á ástandinu, sem löngum er látið afskiptalaust og saknar hún viðbragða þaðan.

„Það vantar til dæmis lýsingu á 50 metra göngukafla í nágrenni við Húsdýragarðinn og þar hefur ýmislegt gerst,“ segir móðirin. „Það hefur verið ráðist á krakka og i-Pod-tækjum rænt af þeim svo dæmi séu tekin. Móðir mín lenti þá í því að maður beraði sig fyrir framan hana. Þá hafa ungir drengir, líklega án ökuleyfis, verið á svæðinu á mótorhjólum og það liggur við að svæðið sé orðið eins og fríríki. Það myndi strax verða til mikilla bóta ef lögreglan gæti tekið göngutúr í gegnum dalinn einu sinni í mánuði eða önnur gæsla sett í gang.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert