Áhættufíklar sendir í meðferð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Frikki

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði þegar hún setti flokks­stjórn­ar­fund Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Flens­borg­ar­skóla í Hafnar­f­irði  í dag, að sú ein­arða afstaða rík­is­stjórn­ar­inn­ar að standa við bakið á ís­lenska fjár­mála­kerf­inu þegar á móti byrjaði að bása, hafi verið var rétt og frá henni verði hvergi hvikað. 

„Það er ekki gert af til­lit­semi við eig­end­ur eða stjórn­end­ur fjár­mála­stofn­anna held­ur til að freista þess að varðveita fjár­mála­stöðug­leik­ann því ef hann brest­ur er mik­il vá fyr­ir dyr­um hjá ís­lensk­um al­menn­ingi," sagði Ingi­björg Sól­rún.

Hún sagði að all­ir væri nú með hug­ann við þau tíðindi sem orðið hefðu í hag­kerfi heims­ins á und­an­förn­um dög­um. „Burðar­virki hins reglu­lausa hnatt­ræna fjár­magns­markaðar var að leys­ast upp fyr­ir aug­liti heims­byggðar­inn­ar og markaður­inn gat ekki leng­ur staðið óstudd­ur. Hann „leiðrétti” sig ekki sjálf­ur held­ur flanaði stjórn­laust að feigðarósi með van­mati áhættu og of­mati eigna.

Al­manna­valdið, alþjóðastofn­an­ir, rík­is­stjórn­ir og Seðlabank­ar eru nú helstu bjarg­vætt­ir fyr­ir­tækja sem fyr­ir svo ör­skömmu voru sögð úrræðabetri en nokk­ur stjórn­völd gætu nokk­urn tíma orðið," sagði Ingi­björg.

Hún sagði, að stjórn­völd verði að axla sína ábyrgð en það verði fyr­ir­tæk­in og ein­stak­ling­arn­ir líka að gera, ekki síst þeir sem ekki létu sitt eft­ir liggja í áhættu­sækni og skuld­setn­ingu sem ekki byggði á auk­inni verðmæta­sköp­un. „Um leið  er það skylda rík­is­stjórn­ar­inn­ar og allra ábyrgra Íslend­inga – og þar til­tek ég sér­stak­lega ábyrga fjár­magnseig­end­ur - að horf­ast í augu við veik­leika hag­kerf­is­ins hér heima og fjár­fest­ing­anna víða um heim­inn,"

Ekk­ert hald í brigsl­yrðum 

Þá sagði hún að töfra­lausn­ir á vand­an­um í hag­stjórn á Íslandi væru ekki til. Það sem gildi sé raun­sætt mat, staðfesta, sann­girni og út­hald. Það er ekk­ert hald í hávaða.

„Það er ekk­ert hald í brigsl­yrðum. Við  sem byggj­um þetta land þurf­um að þétta raðirn­ar, taka hönd­um sam­an, senda áhættufíkl­ana í meðferð og bjóða þá vel­komna aft­ur í upp­bygg­ing­una þegar runnið hef­ur af þeim.  Hreins­um til í hug­ar­fari, lífs­stíl og neyslu. Í róðrin­um gegn verðbólgu þarf alla á ár­arn­ar. Fyrstu frétt­ir í ár­araðir um minni einka­neyslu voru að ber­ast. Þær bera skyn­semi ís­lenskra fjöl­skyldna vitni. Fleiri slík­ar frétt­ir næstu mánuði yrðu verðbólgu­eyðandi spraut­ur.  Fyrsta skylda okk­ar allra er að leggja of­urkapp á að vinna bug á verðbólg­unni.

Ekki auðvelt að koma sam­an fjár­laga­frum­varpi

Fram kom hjá Ingi­björgu Sól­rúnu, að það væri ekki auðvelt verk að koma fjár­laga­frum­varp­inu sam­an en frum­varpið verður lagt fram á Alþingi 1. októ­ber.

„Mik­il­vægt er að gæta aðhalds í rík­is­rekstr­in­um en engu að síður mega fjár­lög ekki auka enn frek­ar þann sam­drátt sem framund­an er í sam­fé­lag­inu. Fjár­lög­in hljóta að miða að því að jafna nokkuð þær sveifl­ur sem eru í hag­kerf­inu. Þannig hljóta þau í senn að verða aðhalds­söm en um leið inni­halda veru­lega fram­lög til upp­bygg­ing­ar innviða og stuðla að sterk­ara sam­fé­lagi," sagði Ingi­björg Sól­rún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert