Dauð andarnefja í Höfðahverfi

Þrjár andarnefjur á Pollinum við Akureyri á dögunum.
Þrjár andarnefjur á Pollinum við Akureyri á dögunum. mbl.is/skapti

Dauð andarnefja er fundin við bæinn Nes í Höfðahverfi, skammt frá Grenivík. Telja verður líklegt að það sé ein þeirra fjögurra sem verið hafa á Pollinum við Akureyri undanfarið.

Andarnefjurnar voru lengi vel tvær, en tvær bættust við fyrir skömmu. Eitt kvöldið í vikunni þóttist fólk svo sjá eina þeirra flækta í bauju á Pollinum og daginn eftir varð hennar ekki vart. Var þá jafnvel álitið að hún hefði drepist.

Dýrið sem fannst við Nes verður líklega krufið skv. upplýsingum Hreiðars Þórs Valtýssonar fiskifræðings hjá Háskólanum á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka