Embætti lögreglustjóra breytt

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason mbl.is/Sverrir

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að  frá því Jóhann Benediktsson var skipaður sýslumaður á Keflavíkurflugvelli fyrir fimm árum hafi embættið tekið stakkaskiptum. Hann hafi auk þess ákveðið að breyta embættinu á næstunni. Skýr efnisleg rök séu fyrir því að auglýsa embættið laust til umsóknar.

„Á þeim fimm árum, sem liðin eru síðan Jóhann var skipaður sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, hefur embættið, sem hann gegnir, tekið stakkaskiptum. Sýslumannsembættið var lagt niður með lögum um varnarmálastofnum fyrr á þessu ári en lögreglustjóraembættið kom til sögunnar 1. janúar 2007. Ég hef ákveðið, að embættinu verði breytt í samræmi við lög um stjórnarráðið, tollgæsla falli undir fjármálaráðuneyti og flugöryggismál undir samgönguráðuneyti. Lögreglustjórn og landamæravarsla lúti framvegis stjórn lögreglustjórans.

Af þessu stutta yfirliti sést, að embættið er allt annað nú en fyrir fimm árum og því skýr efnisleg rök fyrir því, að það sé auglýst. Launakjör lögreglustjóra tóku auk þess stakkaskiptum, þegar sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt.

Með vísan til alls þessa þótti mér einsýnt, að auglýsa ætti embættið til að lögreglustjóri væri ekki í neinum vafa um kjör sín og ábyrgð. Lögum samkvæmt var þessi ákvörðun tilkynnt Jóhanni R. Benediktssyni með þeim fyrirvara, sem segir í lögum," segir Björn á heimsíðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka